Sérhannaðar leiguíbúðir
fyrir 55 ára og eldri
Heimavellir bjóða 60 íbúðir til leigu í Boðaþingi 14-16 og 18-20 í Kópavogi
Húsin eru á reit þar sem eru almennar íbúðir, þjónustuíbúðir, hjúkrunarheimili og þjónustumiðstöð aldraða. Skipulag hverfisins myndar þannig kjarna í kringum hjúkrunaríbúðir og þjónustumiðstöð aldraða á vegum Kópavogsbæjar og Hrafnistu DAS.
Skemmtilegar íbúðir í fallegu umhverfi við Elliðavatn og í Heiðmörk
Í hvoru húsi eru tvö stigahús með lyftu sem gengur niður í bílageymslu þar sem er að finna 24 bílastæði en í hvoru húsi eru 36 íbúðir. Íbúðirnar eru glæsilega hannaðar þar sem áhersla er lögð á birtu og rými og eru frá 79 til 148 fm að stærð. Í öllum íbúðunum eru vandaðar innréttingar ásamt góðum tækjum. Á gólfum eru parket á almennum rýmum en flísar þar sem það á við. Þvottaherbergi er inna af öllum íbúðum í húsinu auk svala eða aðgangs að garði. Það er stutt að fara til að njóta náttúrunnar í fallegu umhverfi við Elliðavatn og í Heiðmörk þar sem eru margar góðar gönguleiðir. Fullfrágengin sameign og lóð með hita í stéttum.
Athugið að eingöngu verðar leigðar út 30 íbúðir í hvoru húsi.
Boðaþing 14-16
30 íbúðir til útleigu í mars 2018
Byggingaraðili er Húsvirki ehf. sem hefur áralanga reynslu af byggingarstarfsemi og leggur áherslu á góðar íbúðir. Húsið er teiknað hjá Teiknistofu Halldórs Guðmundssonar ehf.
* Leiguverð inniheldur hússjóð og hitakostnað. Rafmagn er sér fyrir hverja íbúð.
Tveggja herbergja íbúðir – Smelltu á teikningarnar til að sjá þær stærri:
Þriggja herbergja íbúðir – Smelltu á teikningarnar til að sjá þær stærri:
Boðaþing 18-20
30 íbúðir til útleigu í mars 2018
Byggingaraðili er Húsvirki ehf. sem hefur áralanga reynslu af byggingarstarfsemi og leggur áherslu á góðar íbúðir. Húsið er teiknað hjá Teiknistofu Halldórs Guðmundssonar ehf.
* Leiguverð inniheldur hússjóð og hitakostnað. Rafmagn er sér fyrir hverja íbúð.
Tveggja herbergja íbúðir – Smelltu á teikningarnar til að sjá þær stærri:
Þriggja herbergja íbúðir – Smelltu á teikningarnar til að sjá þær stærri:
SKILALÝSING
Boðaþing 14-16 og 18-20 eru glæsileg og vönduð fjölbýlishús sem eru sérstaklega hönnuð fyrir aldurshópinn 55 ára og eldri og eru byggð af Húsvirkja. Húsin eru á reit þar sem eru almennar íbúðir, þjónustuíbúðir, hjúkrunarheimili og þjónustumiðstöð aldraða. Skipulag hverfisins myndar þannig kjarna í kringum hjúkrunaríbúðir og þjónustumiðstöð aldraða á vegum Kópavogsbæjar og Hrafnistu DAS.
Í hvoru húsi eru tvö stigahús með lyftu sem gengur niður í bílageymslu þar sem er að finna 24 bílastæði en í hvoru húsi eru 36 íbúðir.
- Eldhús eru með tækjum og búnaði af viðurkenndri gerð og gæðum.
- Keramik helluborð og blástursofnar (með kjöthitamæli) af viðurkenndri gerð og gæðum.
- Baðinnrétting í ljósum lit með hvítu innvolsi.
- Spegill með lýsingu verður á baði.
- Hreinlætistæki og handklæðaofn.
- Salernið er upphengt og innbyggt.
- Hitastýrð blöndunartæki verða við sturtu.
- Gólf eru flísalögð og hluti veggja í u.þ.b. 2 metra hæð.
- Gólf er flísalagt í þvottahúsi.
Bílastæði fatlaðra er staðsett ofanjarðar. Inngangur og aðkeyrsla í bílageymslu eru upphituð með snjóbræðslulögnum.
- Bílastæði fatlaðra er staðsett ofanjarðar.
- Inngangur og aðkeyrsla í bílageymslu eru upphituð með snjóbræðslulögnum.
- Lyfta fyrir allar hæðir og niður í bílageymslu.