Loading...
Leiguíbúðir Vefarastræti 24-30 2018-01-03T16:48:47+00:00

Leiguíbúðir
Vefarastræti 24-30

Heimavellir bjóða 55 íbúðir til leigu í Helgafellshverfi Mosfellsbæ

Vefarastræti er í Helgafellshverfi Mosfellsbæ sem er á skjólgóðum og sólríkum stað í suður- og vesturhlíðum Helgafells. Byggðin er í halla þannig að gott útsýni er á flestum stöðum í hverfinu. Skipulag hverfisins er nútímalegt og fjölskylduvænt þar sem gert er ráð fyrir grunnskóla og tveimur leikskólum miðsvæðis í hverfinu.

Heimavellir bjóða 55 íbúðir til leigu
við Vefarastræti 24-30.

Vefarastræti 24-26
32 íbúðir komnar í útleigu

Vefarastræti 28-30
23 íbúðir komnar í útleigu

Á myndinni má sjá staðsetningu húsanna,
smelltu á myndina til að skoða loftkort hjá ja.is.

Skemmtilegar íbúðir með stórum svölum

Mjög er vandað til leiguíbúðanna í efnisvali á allan hátt og eru hurðir og innréttingar í ljósum við eða sprautulakkaðar hvítar. Þá eru flísar á bað- og þvottaherbergi en parket á öðrum gólfum. Með hverri leiguíbúð fylgir rúmgóð geymsla og stæði í bílageymslu fylgir flestum íbúðum. Þá eru einstaklega stórar svalir með hverri íbúð 18,4-27,7 fm en íbúðir á jarðhæð hafa sérafnotareit út í garðinn með útipalli.

Vefarastræti 24-26

32 íbúðir eru komnar í útleigu

Byggingaraðili er MótX ehf. sem hefur áralanga reynslu af byggingarstarfsemi og leggur áherslu á góðar íbúðir. Aðalhönnuður hússins er Kristinn Ragnarsson arkitekt en hann hefur verið vinsæll hönnuður húsnæðis á Íslandi og Þýskalandi.

Íbúðirnar eru þriggja og fjögurra herbergja:

3ja herbergja íbúðir:
103, 107, 203, 207,
303, 307, 403, 407.
3ja herbergja íbúðir:
104, 106, 204, 206, 304,
306, 404 og 406.
3ja herbergja íbúðir:
102, 202, 302 og 402.
3ja herbergja íbúðir:
101, 108, 201, 208,
301, 308, 401 og 408.
4ra herbergja íbúðir:
105, 205, 305 og 405.

Vefarastræti 28-30

23 íbúðir komnar í útleigu

Byggingaraðili er MótX ehf. sem hefur áralanga reynslu af byggingarstarfsemi og leggur áherslu á góðar íbúðir. Aðalhönnuður hússins er Kristinn Ragnarsson arkitekt en hann hefur verið vinsæll hönnuður húsnæðis á Íslandi og Þýskalandi.

Íbúðirnar eru þriggja, fjögurra og fimm herbergja:

3ja herbergja íbúðir:
104, 204, 304 og 403.
3ja herbergja íbúðir:
105, 205, 305 og 404.
4ra herbergja íbúðir:
102, 202, 302 og 401.
4ra herbergja íbúðir:
106, 206, 306 og 405.
Fimm herbergja íbúðir:
101, 201 og 301.
Fimm herbergja íbúðir:
101, 201 og 301.

SKILALÝSING

Helgafellshverfið er á skjólgóðum og sólríkum stað í suður- og vesturhlíðum Helgafells í Mosfellsbæ. Skipulag svæðisins er nútímalegt og fjölskylduvænt þar sem gert er ráð fyrir grunnskóla og tveimur leikskólum í miðju hverfisins. Stutt er í alla þjónustu í miðbæ Mosfellsbæjar auk þess sem gott aðgengi er að aðliggjandi útivistarsvæðum og náttúru.

Fjölbýlishúsin að Vefarastræti 24-30 eru tvö fjögurra hæða hús ásamt kjallara. Í hvoru húsi er einn stigagangur auk lyftu en í kjallara eru lokuð bílskýli og einkageymslur fyrir hverja íbúð auk sameiginlegrar hjóla- og vagnageymslu.

 • Húsið er staðsteypt.
 • Útveggir eru einangraðir að utan og klæddir álklæðningum í gráum lit.
 • Léttir milliveggir eru klæddir með tvennu lagi af gifsplötum á grind.
 • Veggir og loft verða spörtluð, grunnuð og máluð með tveimur yfirferðum af plastmálningu með gljástigi 10.
 • Íbúðir verða afhentar með harðparketi á gólfum nema á baðherbergi, forstofu og þvottahúsi þar sem eru flísar á gólfum.
 • Innihurðir eru hvítar yfirfelldar frá AXIS.
 • Baðherbergi auk fataskápa í herbergjum og forstofu eru kopareik nema efriskápar og þvottahús verða með sprautulökkuðum innréttingum með hvítu innvolsi frá AXIS. Borðplötur verða plastlagðar í ljósum lit.
 • Yfirborð svala verða slípað.
 • Timburverandir verða með íbúðum á fyrstu hæð.
 • Slökkvitæki og reykskynjari fylgir hverri íbúð. Dyrasími verður í öllum íbúðum.
 • Eldhúsinnrétting verður með kopareik/sprautulökkuð með hvítu innvolsi og plastlagðri borðplötu frá AXIS ásamt vaski og blöndunartækjum frá Tengi/Byko.
 • Helluborð, bakaraofn og gufugleypir eru af gerðinni AEG frá Ormsson ehf.
 • Eldhús eru með tækjum og búnaði af viðurkenndri gerð og gæðum.
 • Keramik helluborð og blástursofnar (með kjöthitamæli) eru frá Electrolux.
 • Baðinnrétting verður í hvítum lit með hvítu innvolsi.
 • Spegill með lýsingu verður á baði. Hreinlætistæki og handklæðaofn eru frá Tengi/Byko.
 • Salernið er upphengt og innbyggt.
 • Hitastýrð blöndunartæki verða við sturtu.
 • Gólf eru flísalögð og hluti veggja í u.þ.b. 2 metra hæð.
 • Gólf er flísalagt í þvottahúsi.
 • Borðplata með stálvaski og blöndunartæki frá Tengi/Byko.

Bílastæði fatlaðra er staðsett ofanjarðar. Inngangur og aðkeyrsla í bílageymslu eru upphituð með snjóbræðslulögnum.

 • Bílastæði fatlaðra er staðsett ofanjarðar.
 • Inngangur og aðkeyrsla í bílageymslu eru upphituð með snjóbræðslulögnum.

SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR OG VIÐ LÁTUM ÞIG VITA ÞEGAR NÝJAR ÍBÚÐIR FARA Í ÚTLEIGU.

FARA Á AÐALHEIMASÍÐU HEIMAVALLA