Loading...
Leiguíbúðir Eskivöllum 13 2018-01-03T16:48:46+00:00

Eskivellir 13

Heimavellir bjóða 30 íbúðir
til leigu á Völlunum í Hafnarfirði

Vellir eru vinsælt fjölskylduvænt hverfi sem hefur verið byggt upp á síðustu árum. Meginmarkmiðið með skipulagi Valla er að byggja upp vandað og skemmtilegt hverfi með góðri byggingarlist og góðum tengslum við þjónustu og samgöngukerfi. Í hverfinu er einn grunnskóli, Hraunvallaskóli og tveir leikskólar, Hraunvallaskóli og Hamravellir. Þá er á svæðinu glæsileg sundlaug, Ásvallalaug og íþróttamiðstöð Hauka.

Heimavellir bjóða 30 íbúðir til leigu
Eskivöllum 13.

Á myndinni má sjá staðsetningu húsanna,
smelltu á myndina til að skoða loftkort hjá ja.is.

Vel skipulagðar íbúðir með stórum svölum.

Eskivellir 13 er 5 hæða hús með kjallara og 30 íbúðum sem eru þriggja til fimm herbergja stórar. Mjög er vandað til leiguíbúðanna í efnisvali á allan hátt og eru innréttingar frá HTH úr melamín eik. Baðherbergi, þvottahús og anddyri eru flísalögð en á öðrum gólfum er harðparket með eikaráferð. Geymslur og þvottahús eru inn í íbúðunum.

30 íbúðir til útleigu

Byggingaraðili er Bjallaból ehf. sem hefur áralanga reynslu af byggingarstarfsemi og leggur áherslu á góðar íbúðir. Aðalhönnuður hússins er STH teiknistofa.

Íbúðirnar eru þriggja til fimm herbergja:

3ja herbergja íbúð:
103
3ja herbergja íbúðir:
203, 303, 403 og 503
3ja herbergja íbúð: 104
3ja herbergja íbúðir:
204, 304, 404 og 504
3ja herbergja íbúð: 105
3ja herbergja íbúðir:
205, 305, 405 og 505
4ra herbergja íbúð: 102
4ra herbergja íbúðir:
202, 302, 402 og 502
4ra herbergja íbúð: 106
4ra herbergja íbúðir:
206, 306, 406 og 506
5 herbergja íbúð: 101
5 herbergja íbúðir: 201, 301, 401 og 501

SKILALÝSING

Vellir eru vinsælt fjölskylduvænt hverfi sem hefur verið byggt upp á síðustu árum. Meginmarkmiðið með skipulagi Valla er að byggja upp vandað og skemmtilegt hverfi með góðri byggingarlist og góðum tengslum við þjónustu og samgöngukerfi. Í hverfinu er einn grunnskóli, Hraunvallaskóli og tveir leikskólar, Hraunvallaskóli og Hamravellir. Þá er á svæðinu glæsileg sundlaug, Ásvallalaug og íþróttamiðstöð Hauka.

Eskivellir 13 er 5 hæða hús með kjallara og 30 íbúðum með lokuðu stigahúsi og lyftu.Íbúðirnar eru þriggja til fimm herbergja stórar.

 • Húsið er staðsteypt.
 • Megin klæðning hússins er ljós bára úr áli, á völdum hluta er klætt með dökk-blárri álklæðningu.
 • Svala handrið eru úr smíða áli,klætt, “götuðum lituðum álplötum”, dökkbláar að lit.
 • Þakstál og þakkantur er dökkur að lit.
 • Ál hluti glugga er hvítur að lit.
 • Léttir milliveggir eru klæddir með tvennu lagi af gifsplötum á grind.
 • Veggir og loft verða spörtluð, grunnuð og máluð með tveimur yfirferðum af plastmálningu með gljástigi 10.
 • Íbúðir verða afhentar með harðparketi á gólfum nema á baðherbergi, forstofu og þvottahúsi þar sem eru flísar á gólfum.
 • Innihurðir eru yfirfeldar hvítlakkaðar eða melamín eik.
 • Allar innréttingar eru frá HTH innréttingum með ljúflokun á hurðum eða sambærilegt m.v. verð og gæði og eru úr melamín eik  Struktur white oak.
 • Eldhúsinnréttingar eru ýmist L-laga eða beinar.
 • Herbergi eru með fataskápum.
 • Innrétting á baði með spegli og ljósi.
 • Yfirborð svala verða ssteypt.
 • Slökkvitæki og reykskynjari fylgir hverri íbúð. Dyrasími verður í öllum íbúðum.
 • Eldhúsinnrétting eru frá HTH innréttingum með ljúflokun á hurðum eða sambærilegt m.v. verð og gæði og eru úr melamín eik struktur white oak.
 • Innréttingar eru ýmist L-laga eða beinar.
 • Eldhús og baðtæki eru frá Ísleifi Jónssyni eða sambærilegt og raftæki eru AEG eða sambærilegt (Ísskápur, uppþvottavél, þvottavél og þurrkari fylgja ekki).
 • Baðinnrétting verður í hvítum lit með hvítu innvolsi.
 • Spegill og lýsing verður á baði.
 • Salernið er upphengt og innbyggt.
 • Hitastýrð blöndunartæki verða við sturtu.
 • Gólf eru flísalögð.
 • Gólf er flísalagt í þvottahúsi.
 • Snjóbræðsla skal vera í útitröppum og stéttum næst inngöngum á jarðhæð/1. hæð.
 • Lóð tyrfð samkvæmt teikningu og hellulagðir stígar (hellur eða steyptir).
 • Bílastæði verða afmörkuð með máluðum línum.
 • Sorp er í sorpgerði merkt 01-20, 28,1 m² að stærð, sem staðsett er á norð-vestur lóð hússins.

Allt myndefni, teikningar og skilalýsing birt með fyrirvara.
Heimavellir áskilja sér rétt til breytinga fram að afhendingu.

SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR OG VIÐ LÁTUM ÞIG VITA ÞEGAR NÝJAR ÍBÚÐIR FARA Í ÚTLEIGU.

FARA Á AÐALHEIMASÍÐU HEIMAVALLA