BRYGGJUHVERFIÐ
Heimavellir bjóða 24 leiguíbúðir
við Tangabryggju 10
Bryggjuhverfið er eftirsóknarvert hverfi sem liggur miðsvæðis í borginni. Elliðaárvogurinn er framtíðaruppbyggingarsvæði í Reykjavík. Þannig mun Bryggjuhverfið tengjast fyrirhugaðri íbúðabyggð á Höfðanum, vestur eftir voginum og að Vogabyggð. Á reitnum mun rísa glæsileg ný byggð þar sem byggt verður í samræmi við nútímaþarfir og kröfur.
Tangabryggja 10
24 íbúðir komnar útleigu
Mjög er vandað til leiguíbúðanna í efnisvali á allan hátt og eru hurðir og innréttingar í ljósum við eða sprautulakkaðar hvítar. Þá eru flísar á bað- og þvottaherbergi en parket á öðrum gólfum. Í eldhúsi fylgja með uppþvottavél og ísskápur. Með hverri leiguíbúð fylgir rúmgóð geymsla og stæði í bílageymslu. Þá eru svalir á hverri íbúð en íbúðir á jarðhæð hafa sérafnotareit út í garðinn með útipalli.
Byggingaraðili leiguíbúðanna sem verða til leigu er ÞG VERK sem hefur áralanga reynslu af byggingarstarfsemi og leggur áherslu á góðar íbúðir. Aðalhönnuður hússins er Björn Ólafs arkitekt í París en hann hefur verið vinsæll hönnuður íbúðarhúsnæðis á Íslandi og erlendis.
2ja herbergja íbúðir:
SKILALÝSING
Leiguíbúðum á jarðhæð fylgir sérafnotareitur með útipalli, aðrar íbúðir hafa svalir og sumum íbúðum fylgja auk þess þaksvalir.
Sér stæði í bílageymslu fylgir öllum íbúðum og auk þess sameiginleg stæði ofanjarðar í samræmi við ákvæði skipulagsskilmála. Séreignageymsla í kjallara fylgja íbúðum. Innangengt er úr bílakjallara í lyftu og stigahús.
Íbúðum verður skilað fullbúnum með gólfefnum. Gólf á baði og þvottaherbergjum eru flísalögð og parkett á öðrum gólfum. Allir veggir og loft innan íbúða eru nýmáluð í ljósum lit.
Innréttingar eru af vandaðri gerð frá GKS innréttingum, framleiðandi er Nobilia í Þýskalandi
Innihurðir eru yfirfelldar og sprautulakkaðar hvítar. Sólbekkir eru undir gluggum þar sem við á og eru úr plastlögðu hvítu efni með rúnuðum kanti. Í baðherbergjum er handklæðaofn.
Vélræn loftræsting (útsog) er í rýmum þar sem við á en annars verður um „náttúrulega“ loftræstingu að ræða (opnanleg fög).
Í baðherbergjum, þvottaherbergi og eldhúsi eru rakaheldir ljósakúplar en annars afhendast íbúðir með ljósastæðum (án kúpla).
Slökkvitæki og reykskynjari fylgir hverri íbúð. Dyrasími verður í öllum íbúðum.
Eyjuháfar eru lofthengdir yfir eyjum. Annars fylgir vifta í innréttingu eða veggháfur. Kolasía er í öllum háfum.
Baðinnréttingar eru 100 – 120 cm að breidd. Í neðri hluta innréttingar eru skápar, borðplata er plastlögð og handlaug ofan á borðplötunni. Efri hluti baðinnréttingar er grunnur skápur ca 30 cm, fyrir ofan handlaug er spegill og veggljós.
Þvottahús eru ýmist innan baðherbergja eða í sér rými. Í þvottahúsi eru tengingar fyrir þvottavél og þurrkara (ekki útsog fyrir þurrkara).
Bílgeymsla er lokuð og upphituð. Gólf í bílageymslu eru vélslípuð og ómáluð. Veggir í bílageymslum eru steinslípaðir og ómálaðir. Innkeyrsluhurðir í bílageymslu er með fjarstýrðum opnunarbúnaði. Gólf í séreignageymslum innan bílgeymslu eru slípuð og lökkuð.
Geymslurnar eru ekki upphitaðar umfram hitun í bílgeymslu.
Gólf í séreignageymslum, tæknirýmum, sorpgeymslum o.þ.h. eru slípuð og lökkuð. Steyptir veggir og loft eru steinslípaðir (ekki sparslaðir) og málaðir í ljósum lit. Sorpgeymsla (sorpgerði) utanhúss er óupphituð, gólf er malbikað.