Loading...
Leiguíbúðir Jaðarleiti 82018-03-27T00:52:38+00:00

Glæsilegar leiguíbúðir

Heimavellir bjóða 18 íbúðir til leigu
í Jaðarleiti 8 í Reykjavík

Verið er að byggja upp fallegt íbúðahverfi í Efstaleitinu þar sem áhersla er lögð á að byggja upp skemmtilegt samfélag innan rótgróins svæðis. Innan hverfisins rís einnig verslunar- og þjónustukjarni ásamt notalegu útivistar- og leiksvæði fyrir íbúa.

Heimavellir bjóða 18 glæsilegar íbúðir á besta stað í Reykjavík við Jaðarleiti.

Íbúðirnar verða til útleigu í nóvember 2018

Á myndinni má sjá staðsetningu húsanna,
smelltu á myndina til að skoða loftkort hjá ja.is.

Vandaðar íbúðir í
fallegu íbúðahverfi í Efstaleitinu

Leiguíbúðirnar eru í fallegu húsi þar sem vandað er bæði til hönnunar og allra innréttinga. Íbúðahverfi er í byggingu í Efstaleitinu þar sem mun einnig rísa verslunar- og þjónustukjarni ásamt notalegu útivistar- og leiksvæði fyrir íbúa. Efstaleitið er eintaklega vel staðsett við allar helstu umferðaraæðar borgarinnar auk þess sem stutt er í almenningssamgöngur. Íbúðirnar eru flestar með fallegt útsýni þar sem gluggar ná niður í gólf í stofurýmum. Vandað er til allrar hönnunar á íbúðunum ekki síst við val á byggingarefni og innréttingum.

Möguleiki er á að leigja bílastæði í bílakjallara hússins.

Jaðarleiti 8

18 íbúðir til útleigu í nóvember 2018

Byggingaraðili íbúðanna er Skuggi 4 ehf sem hefur langa reynslu af byggingu vandaðra íbúða og arkitekt þeirra er Teiknistofan arkitektar (T.ark).

Tveggja herbergja íbúðir – Smelltu á teikningarnar til að sjá þær stærri:

Íbúð 101
Íbúð 202
Íbúðir 203, 303,403 og 503
Íbúð 204
Íbúð 302
Íbúðir 304 og 504
Íbúðir 402 og 502
Íbúð 404

Þriggja herbergja íbúðir – Smelltu á teikningarnar til að sjá þær stærri:

Íbúð 201
Íbúðir 301 og 501
Íbúð 401

Fjögurra herbergja íbúðir – Smelltu á teikningarnar til að sjá þær stærri:

Íbúð 102

SKILALÝSING

Jaðarleiti 8 er glæsilegt og vandað fjölbýlishús sem er sérstaklega hannað fyrir aldurshópinn 55 ára og eldri og er byggt af Skugga 4.

  • Lyfta er í sameiginlegu stigahúsi.
  • Húsið er einangrað með steinull að utan og klætt með sléttri álklæðningu.
  • Slétt þök eru einangruð að ofan og með grasþökum.
  • Á lóð eru malbikuð og/eða hellulögð bílastæði fyrir íbúa og gesti.
  • Hluti gangstíga og svæða við innganga verður með snjóbræðslu.

Mjög er vandað til íbúðanna á allan hátt. Flísar eru á baðherbergjum en parket á öðrum gólfflötum. Með hverri íbúð fylgir geymsla í kjallara, og nokkrum íbúðum fylgir jafnframt stæði í bílageymslu. Þá eru svalir á hverri íbúð.

  • Svalahandrið eru úr málmi/gleri.
  • Allt gler í gluggum er háeinangrandi.
  • Hitalögn er í gólfum.
  • Inngangshurðir standast 42 db hljóðkröfu og eru eldvarðar.
  • Fataskápar eru í hjónaherbergjum.
  • Mynddyrasímar og reykskynjarar eru í öllum íbúðum.
  • Eldhúsinnrétting er frá þýska fyrirtækinu Nobilia.
  • Í eldhúsinnréttingu er span-helluborð með viftu yfir, innbyggður ísskápur, uppþvottavél og ofn.
  • Eldhústæki eru frá Progress Design Line.
  • Innréttingar, borðplötur og flísar eru valdar saman af innanhússarkitekt.
  • Baðherbergisgólf eru flísalögð.
  • Veggir eru flísalagðir og málaðir með rakaþolinni málningu þar sem ekki eru flísar.
  • Baðinnrétting samanstendur af neðri skápum með handlaug og efri skápum með spegli og ljósi.
  • Salerni er vegghengt.
  • Blöndunartæki eru af gerðinni Grohe.
  • Bílastæði í bílageymslu fylgir hluta íbúða, en einnig eru bílastæði á lóð fyrir íbúa og gesti.
  • Lyfta er fyrir allar hæðir og niður í bílageymslu.
  • Hjóla- og vagnageymsla er í sameign í kjallara.

SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR OG VIÐ LÁTUM ÞIG VITA ÞEGAR NÝJAR ÍBÚÐIR FARA Í ÚTLEIGU.

FARA Á AÐALHEIMASÍÐU HEIMAVALLA