Loading...
Tangabryggja 6–82018-01-03T16:48:45+00:00

BRYGGJUHVERFIÐ

Heimavellir bjóða 35 leiguíbúðir
við Tangabryggju 6–8

Bryggjuhverfið er eftirsóknarvert hverfi sem liggur miðsvæðis í borginni. Elliðaárvogurinn er framtíðaruppbyggingarsvæði í Reykjavík. Þannig mun Bryggjuhverfið tengjast fyrirhugaðri íbúðabyggð á Höfðanum, vestur eftir voginum og að Vogabyggð. Á reitnum mun rísa glæsileg ný byggð þar sem byggt verður í samræmi við nútímaþarfir og kröfur.

Heimavellir bjóða 35 leiguíbúðir
við Tangabryggju 6-8.

Á myndinni má sjá staðsetningu húsanna, smelltu á myndina til að skoða kortið hjá ja.is.

Tangabryggja 6-8

Mjög er vandað til leiguíbúðanna í efnisvali á allan hátt og eru hurðir og innréttingar í ljósum við eða sprautulakkaðar hvítar. Þá eru flísar á bað- og þvottaherbergi en parket á öðrum gólfum. Í eldhúsi fylgja með uppþvottavél og ísskápur. Með hverri leiguíbúð fylgir rúmgóð geymsla og stæði í bílageymslu. Þá eru svalir á hverri íbúð en íbúðir á jarðhæð hafa sérafnotareit út í garðinn með útipalli.

Byggingaraðili leiguíbúðanna sem verða til leigu er ÞG VERK sem hefur áralanga reynslu af byggingarstarfsemi og leggur áherslu á góðar íbúðir. Aðalhönnuður hússins er Björn Ólafs arkitekt í París en hann hefur verið vinsæll hönnuður íbúðarhúsnæðis á Íslandi og erlendis.

Stúdíó- og 2ja herbergja íbúðir:

3ja herbergja íbúðir:

4ra herbergja íbúðir:

SKILALÝSING

Húsin eru miðsvæðis í borginni, í Bryggjuhverfi Grafarvogs í Reykjavík. Staðsetning húsanna er við framtíðar uppbyggingarsvæði borgarinnar, þannig mun hverfið tengjast fyrirhugaðri íbúðabyggð á Höfðanum, vestur eftir voginum og að Vogabyggð. Á reitnum mun rísa glæsileg ný byggð þar sem byggt er í samræmi við nútímaþarfir og kröfur.

Leiguíbúðum á jarðhæð fylgir sérafnotareitur með útipalli, aðrar íbúðir hafa svalir og sumum íbúðum fylgja auk þess þaksvalir.

Sér stæði í bílageymslu fylgir öllum íbúðum og auk þess sameiginleg stæði ofanjarðar í samræmi við ákvæði skipulagsskilmála. Séreignageymsla í kjallara fylgja íbúðum. Innangengt er úr bílakjallara í lyftu og stigahús.

Leiguíbúðirnar eru byggðar í samræmi við byggingareglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum

Íbúðum verður skilað fullbúnum með gólfefnum. Gólf á baði og þvottaherbergjum eru flísalögð og harðparket á öðrum gólfum. Allir veggir og loft innan íbúða eru nýmáluð í ljósum lit.

Innréttingar eru af vandaðri gerð frá GKS innréttingum, framleiðandi er Nobilia í Þýskalandi

Innihurðir eru yfirfelldar og sprautulakkaðar hvítar. Sólbekkir eru undir gluggum þar sem við á og eru úr plastlögðu hvítu efni með rúnuðum kanti. Í baðherbergjum er handklæðaofn.

Vélræn loftræsting (útsog) er í rýmum þar sem við á en annars verður um „náttúrulega“ loftræstingu að ræða (opnanleg fög).

Í baðherbergjum, þvottaherbergi og eldhúsi eru rakaheldir ljósakúplar en annars afhendast íbúðir með ljósastæðum (án kúpla).

Slökkvitæki og reykskynjari fylgir hverri íbúð. Dyrasími verður í öllum íbúðum.

Innréttingar eru af vandaðri gerð frá GKS innréttingum, framleiðandi er Nobilia í þýskalandi. Hönnun gerir ráð fyrir innréttingum þar sem lögð er áhersla á að haga skipulagi eldhúsa á sem bestan hátt með nútíma hönnun og þarfir í huga. Innréttingarnar eru með ljúflokun á skúffum og skápum. Borðplötur eru plastlagðar með beinum kanti. Framhliðar innréttinga eru gerðar úr CPL strúktúr efni með viðaráferð og valdar hafa verið innréttingar úr San Remo Oak (ljós eik). Efnið er mjög slitsterkt, endingargott og upplitast ekki með tímanum. Kantlímingar eru sérstaklega vandaðar, sambræddar með laser tækni

Eyjuháfar eru lofthengdir yfir eyjum. Annars fylgir vifta í innréttingu eða veggháfur. Kolasía er í öllum háfum.

Eldhús eru með tækjum og búnaði af viðurkenndri gerð og gæðum. Keramik helluborð og blástursofnar (með kjöthitamæli) eru frá Electrolux. Í öllum íbúðum eru ísskápar og þvottavélar.

Salerni eru upphengd og með innbyggðum vatnskassa í vegg. Í öllum íbúðum er rúmgóð sturta með flísalögðum botni í gólfi og sturtuhengi. Baðherbergis og þvottahúsgólf eru flísalögð sem og veggir inní sturtu. Flísarnar verða 30×60 að stærð, ljósar að lit. Aðrir veggir í baðherbergjum og þvottaherbergjum eru málaðir í ljósum lit.

Baðinnréttingar eru 100 – 120 cm að breidd. Í neðri hluta innréttingar eru skápar, borðplata er plastlögð og handlaug ofan á borðplötunni. Efri hluti baðinnréttingar er grunnur skápur ca 30 cm, fyrir ofan handlaug er spegill og veggljós.

Þvottahús eru ýmist innan baðherbergja eða í sér rými. Í þvottahúsi eru tengingar fyrir þvottavél og þurrkara (ekki útsog fyrir þurrkara).

Bílastæði fatlaðra er staðsett ofanjarðar. Inngangar og aðkeyrsla í bílageymslu eru upphituð með snjóbræðslulögnum.

Í anddyrum eru flísalögð golf, en annars eru gólf á lyftugöngum, stigum og stigahúsum teppalögð. Veggir og loft eru nýmáluð í ljósum lit. Póstkassar eru í anddyri.

Bílgeymsla er lokuð og upphituð. Gólf í bílageymslu eru vélslípuð og ómáluð. Veggir í bílageymslum eru steinslípaðir og ómálaðir. Innkeyrsluhurðir í bílageymslu er með fjarstýrðum opnunarbúnaði. Gólf í séreignageymslum innan bílgeymslu eru slípuð og lökkuð.

Geymslurnar eru ekki upphitaðar umfram hitun í bílgeymslu.

Gólf í séreignageymslum, tæknirýmum, sorpgeymslum o.þ.h. eru slípuð og lökkuð. Steyptir veggir og loft eru steinslípaðir (ekki sparslaðir) og málaðir í ljósum lit. Sorpgeymsla (sorpgerði) utanhúss er óupphituð, gólf er malbikað.

SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR OG VIÐ LÁTUM ÞIG VITA ÞEGAR NÝJAR ÍBÚÐIR FARA Í ÚTLEIGU.

FARA Á AÐALHEIMASÍÐU HEIMAVALLA