Loading...
Leiguíbúðir Gerplustræti 1-52018-01-03T16:48:46+00:00

Gerplustræti 1-5

Heimavellir bjóða 31 íbúðir
til leigu í Helgafellshverfi Mosfellsbæ

Helgafellshverfi í Mosfellsbæ er á skjólgóðum og sólríkum stað í suður- og vesturhlíðum Helgafells. Byggðin er í halla þannig að gott útsýni er á flestum stöðum í hverfinu. Skipulag hverfisins er nútímalegt og fjölskylduvænt þar sem gert er ráð fyrir grunnskóla og tveimur leikskólum miðsvæðis í hverfinu.

Heimavellir bjóða 31 íbúð til leigu
við Gerplustræti 1-5.

Áætluð afhending er í júní 2017.

Á myndinni má sjá staðsetningu húsanna,
smelltu á myndina til að skoða loftkort hjá ja.is.

Vandaðar íbúðir með stórum svölum eða verönd í suðurátt.

Gerplustræti 1-5 er 31 íbúða hús með einu stigahúsi og lyftu. Vandað er til hönnunar og alls frágangs á húsinu og íbúðunum. Íbúðirnar eru 2ja til 4ra herbergja. Allar innréttingar eru frá HTH með hvíttaðri eikaráferð og innihurðir eru hvítlakkaðar. Á baðherbergjum, þvottahúsi og andyrri eru flísar en á öðrum gólfum er harðparket með eikaráferð. Með hverri íbúð fylgir geymsla auk þess sem íbúum stendur til boða að leigja bílastæði í bílageymslu.

Smelltu á myndirnar til að skoða þær stærri

31 íbúð til útleigu

Aðalverktaki byggingar er Ný-hús byggingarfélag sem hefur áralanga reynslu af byggingarstarfsemi og leggur áherslu á góðar íbúðir. Aðalhönnuður hússins er KRark. Kristinn Ragnarsson.

2ja og 3ja herbergja íbúðir:

4ra herbergja íbúðir:

Smelltu á teikningarnar til að skoða þær stærri

SKILALÝSING

Gerplustræti 1-5 er 31 íbúða hús með einu stigahúsi og lyftu. Vandað er til hönnunar og alls frágangs á húsinu og íbúðunum. Íbúðir jarðhæðar eru 2ja herbergja með sérverönd og afnotareit aðrar eru 3ja og 4ra herbergja. Hver íbúð hefur rúmgóðar svalir sem snúa í suðurátt. Með hverri íbúð fylgir geymsla ásamt aðgangi að sameiginlegri hjóla- og vagnageymslu auk þess sem íbúum stendur til boða að leigja bílastæði í bílageymslu.

  • Húsið er Steinsteypt.
  • Lyfta er klædd að innan með burstuðu stáli.
  • Göngusvalir að útihurð íbúða verður að hluta til lokað með öryggisgleri.
  • Í stigahúsum eru gólf flísalögð og stigar teppalagðir.
  • Póstkassar verða í andyri.
  • Lóð er tyrfð með steyptum eða hellulögðum stígum.
  • Hitalögn er að hluta.
  • Léttir milliveggir eru klæddir með tvennu lagi af gifsplötum á grind.
  • Veggir og loft eru spörtluð, grunnuð og máluð með ljósum lit.
  • Andyrisgólf eru flísalögð.
  • Baðherbergis- og þvottaherbergisgólf er flísalögð.
  • Innihurðir eru yfirfeldar og hvítlakkaðar.
  • Allar innréttingar eru frá HTH innréttingum með ljúflokun á hurðum eða sambærilegt.
  • Í þvottaherbergjum verður hvít innrétting.
  • Herbergi eru með fataskápum.
  • Innrétting er á baði með spegli og ljósi.
  • Yfirborð svala eru steinsteypt.
  • Í eldhúsi er innrétting með vaski, blöndunartækjum, helluborði, bakarofni og gufugleypi.
  • Slökkvitæki og reykskynjari fylgir hverri íbúð. Dyrasími verður í öllum íbúðum.
  • Lóð, aðgengi og bílastæði verða fullfrágengin.
  • Snjóbræðslulagnir verða í stéttum við innganga.
  • Aðkeyrsla að bílageymslu er malbikuð með snjóbræðslulögnum.
  • Hellulagt er innan sérnotareita íbúða á 1. hæð.
  • Sameiginleg garðsvæði eru tyrfð.

Allt myndefni, teikningar og skilalýsing birt með fyrirvara.
Heimavellir áskilja sér rétt til breytinga fram að afhendingu.

SKRÁÐU ÞIG Á PÓSTLISTANN OKKAR OG VIÐ LÁTUM ÞIG VITA ÞEGAR NÝJAR ÍBÚÐIR FARA Í ÚTLEIGU.

FARA Á AÐALHEIMASÍÐU HEIMAVALLA